Nittorp æfingabúðir
já mín var komin heim um 7 leytið í gær. Eftir að hafa keyrt mjög hægt heim úr nittorp þar sem það var snjór og mín ennþá á sumardekkjum :S. Nú þarf ég að fara að panta tíma í skiptingu.



þjálfarinn minn var bara SIGGA villtu keyra varlega ;) hehe en við komumst heim heilu og höldnu.
Nittorp var mjög skemmtilegt og í raun ekkert mega erfitt maður er kannski að venjast þessum æfingabúðum og að æfa svona mikið, við æfðum samt alveg mikið og harðar æfingar.
Það sem hæst ber úr þessum æfingabúðum að ég skautaði mitt fyrista heila prógram með BOMMERANG áður hef ég bara verið að skauta inn í þegar við höfum skautað parta og parta.
Svo þegar helen sagði já eftir heflun skautum við allt. Eg bara SHIT ég er kvefuð og með lélegt þol eg mun gefast upp ég mun ekki geta þetta. Ég var mikið að vellta fyrir mer að spyrja Helen á ég að skauta inn í alltaf kemur óöryggið í manni upp en svo var ég bara halló við erum búnar að skauta alla partanna ég veit alveg hvert ég á að fara ég geri bara eins vel og ég get.

Svo byrjaði prógramið og ég lennti bara í smá veseni á einum stað en sá staðir er mjög erfiður í þeirri stöðu sem ég var að skauta. Svo þegar við vorum að skauta no hold blokkina sem er í endanum á prógraminu var ég bara o my god við erum næstum búnar að skauta allt og ég er enn þá inni og svo hellt ég bara áfram.
OK ég gerði ekkert öll sporin hreyn en ég hellt mér inn í allan tíman og gafst ekki upp. ég var mjög stollt og svo fekk ég hrós frá nokkrum úr liðinu.
ég skautaði inn í alla æfinguna sem var 3,5 timar mjög gaman en alveg erfitt sumstaðar.
Svo....
þegar við vorum að borða segir þjálfarinn við mig vá hvað þú ert orðin góð í sporunum þú gerir þau með góðum hraða og á einum fæti. bra jobbat ( sem þýðir glæsilegt eða eitthvað álíka).
Hún sagði halltu svona áfram :D
Ég var svo glöð ég er búin að bíða eftir nákvæmlega þessu hrósi svo lengi því spor er svo stór hluti af synchro og ég hef verið svo léleg í því.
Já þannig ég var mjög glöð ég sagði samt að ég fyndi ekkert sjálf að mér hefði farið mikið farið fram síðan við töluðum síðast saman en hún sagði að það væri út af þvi að ég sé náttuulega ekki þegar ég er að skauta en hún sér það.
Svo var ein í liðinu sem sagði Sigga mér finnst þú virkilega orðin svo góð, þú ert örugglega sú eina í liðinu sem er búið að fara svona mikið fram :D

Ég er svo glöð ég er virkilega búin að leggja mig fram síðan ég flutti hingað og núna finnst mér virkilega eins og ég muni ná þeim markmiðum sem ég hef sett mér og núna finn ég virkilega að ég er að nálgast þau. það er svo gaman því í fyrra fannst mér allt virkilega tillgangslaust og ég ekki komast neitt áfram.
Ok þetta er búið að vera mega mont blogg en ég er bara montin ég verð að fá að vera það :D

í dag ætla ég aðeins að æfa taktin og fara yfir það nýa sem við erum búin að breyta og gera smá styrktaræfingar og teygja á og verða liðugari og sterkari hehe :D. svo ætla ég í kvöld að fara á sýningu hjá einu junior liðinu hér.
Svo er bara vinna á morgun og við fáum vonandi að prófa stutta prógrams búningana okkar á æfingu :D
knusilibus
Kommentarer
Trackback