Ísland VS Svíþjóð

Um helgina o í dag er ég mikið búin að vera vellta fyrir mér nákvæmlega þessu

         VS                

Þessar vangavelltur koma upp af og til að það er eins og ég sé föst milli 2 ólíkra landa o það er eins og ég þurfi að velja hvort mér þykir meira vænt um. Í rauninni á ég ekkert að þurfa þess manni getur þótt jafnmikið vænt um bæði. 

Fjölsyldan er nátturulega mér mikilvæg og hún er á Íslandi. Í dag hef ég hugsað mikið afhverju bý ég hér, var pinku að vellta fyrir mér að í raun eru leikskólarnir á íslandi skemmtilegri. Það kostar alltaf massa pening að fara heim um jól og sumur. 
En hin ástin í lífi mínu Skautarnir er jú her og ekki heima :S og þar á eg bara nokkur ár eftir 

Mér hefur allaf líkað vel við svíana en núna finnst mér eins og það sé að breytast þeir eru svo hrikalega stífir stundum úff. 
Mér fannst fólk meira nice fyrst en það var kannski að því maður var pinku handlama þegar maðru var nýfluttur. 

Ég hef tekið eftir því að fólk talar mun meira um að ég hafi annan framburð og að ég tali ekki rétt og svona ooo það er svo krúttlegt hvernig þú talar og  hlær ef ég ber eitthvað fram vitlaust, veit samt að þau meina ekkert með þvi og veit að ég meina halló er ekki búin að búa hérna lengi og Ég get ekki ætlast til að tala rétt.  
og ég verð nú að viðurkenna það að ég hlæ að greijið Guðrúnu stundum þegar hún talar sænsku sorry Guðrún það er alls ekki illa meint. 
þannig ég veit alveg að ég geri það sjálf en það sem mér finnst erfitt er að það var eiginlega einginn sem hló fyrstu 2 árinn og ekki margir sem settu út á hvernig ég talaði og svo núna allt í einu kemur það þá verður maður óöruggur og mer finnst allt hljóma vittlaust :S. 

Svo þetta að maður upplifið sorgina fannst mér langflestir eitthvað svo stífiir og þannig auðvita gat ég alveg talað við mína bestu vinkonur og svona en samt ekki en svo er eg búin að kinnast einni finnskri og hún er búin að vera alveg ótrúleg finnst eins og ég hvafi þekkt hana í 10 ár og er búin að þekkja hana í 3 mánuði. Það fær mann til að hugsa hvað maður er í raun lengi að kynnast svíunum svo hryllilega lokaðir

Og að einvherjum furðulegum aðstæðum fer maður að bera saman íslendinga, svía og finna. Svo reyndar kom ég fram til að í raun getur maður ekki sagt svíar eru svona, íslendingar svona og finnar svona. 

En miðað við hvað mamma talar vel um sína finnsku vinkonu hún kynntist í svíþjóð þá er mín finnska vinkona Lotta svo lík henni í svo mörgu þykir roslega vænt um hana. 

Já þetta eru samt svoldið skemmtilegar pælingar. 

Hef verið að pirra mig á í dag að eg verði að taka frí um jólinn því ég á ekkert frí eftir og í rauninni hefði ég viljað vinna öll jólinn. En það er svona að búa á einum stað og hafa fjölskylduna og ræturnar á öðrum stað :D Ekki alltaf létt. 

Svo þegar ég kom heim ákvað ég að tjékka á genginu. Óli mynntist eitthvað á að gengið í dönsku bönkunum væri miklu betra en íslenska gengið. 
viti menn mikið rétt ég er að fara borga ísl visakorta reikning sem ég keypti flugmiðana með sem er upp á 80000 kr ísl og ég var búin að reikna að það yrði svona 4000 sænskar ( ca. 40000 kr fyrir mig) en þegar ég reiknaði í gegnum sænska bankan var það bara 2700 kr (27000 isl). 

:D MINS GLADUR SKO vááá þarna græddi maður 15000 kall :D hehe Mjög henntugt fyrir mig að búa erlendis og námslánin mín verða líka miklu minni :D mjög henntugt. 


Já það eru víst kostir og gallar við þetta alltsaman. Maður getur aldrei borið saman 2 lönd. finnst gaman að búa hér en ísland er alltaf mitt land og þar er fjölskyldan. 

mér líkar við sumt í fari íslendinga og annað í fari Svía. Fólk er jú mismunandi en ég er byrjuð að hugsa um hvort ég eigi að flytja til Finnlands :D hehe. 


Bara að þeir væri ekki með svon flókið tungumál. 
Lotta hefur reynt að kenna mér smá og ég hljóma bara eins og feitur sköllóttur rússi þegar ég er að reyna að tala hún 



skilir ekkert í því. En um leið og ég reyni að segja eitthvað bý ég til undirhöku og verð djúpradda hahahahah. 



já sakna íslands núna :D En það er stutt í að ég komi heim bara 37 dagar. :D



Kommentarer

Kommentera inlägget här:

Namn:
Kom ihåg mig?

E-postadress: (publiceras ej)

URL/Bloggadress:

Kommentar:

Trackback
RSS 2.0