Erfid vika en gott að komast heim
Já þessi vika byrjaði á því að eg fór heim til islands á sunnudaginn.





Ég tók rútuna till danmerkur og hitti Bryndísi systir á kastrup það var mjög gott að við gátum flogið heim saman.
við lenntum seint á sunnudags kvöld og mamma kom og sótti okkur svo gott að hitta hana.
Á þriðjudeginum var svo kistulagning, átti erfitt með að ákveða hvort ég ætti að fara en svo þegar litla systir min treysti ser til að fara fannst mér nú ég verða að fara.
Þetta var erfið en mjög falleg stund, og ég sá ekki eftir að hafa farið gott að hitta alla nánustu ættingja fyrst þarna því í jarðaförinni var síðan svo mikið fólk.
Mér þótti svo vænt um í lokin þegar við mynduðum hring i kringum kistuna og heldumst í hendur, veit ekki hvort það sé vanin en það var mjög gott.
við fórum svo heim til frænku minnar þau eru svo sterk ég dáist að þeim mér finnst svo skrítið hvað þetta gerist hratt allt saman, svo mikið sem þarf að skipuleggja, þau hafa varla tíma til að syrgja. Ég vona að það róist núna aðeins hjá þeim en að þau hafi marga sem komi og hugsi um þau og styrki.
Ég hugsa till ykkkar og bið fyrir ykkur. þið eruð svo yndisleg öll.
ÉG Á ALVEG YNDISLEGA FJÖLSKYLDU.
Það er alltaf svoldið skrítið þegar maður kemur heim, ég er nú ekkert búin að fá svaka heimþrá núna síðan ég kom út en um leið og maður kemur heim fattar maður hvað maður saknar allra mikið fjölskyldunnar, vinanna og landsins það er eins og manni takist einhvern vegin að birgja þennan söknuð inn í sér þegar maður er úti en svo er alltaf erfitt að fara út aftur og fyrsta dagarnir uti, því þá hugsar maður mikið heim.
við kíktum svo til Ínu frænku sem var á fullu að undirbúa barnafmæli fyrir Þ og Ö fengum að skreita köku o pakka i pakkaleik.
Svo kíktum við á ömmu Siggu sem er búin að vera veik greijið en hún var nú eitthvað betri þegar við komum.
Á , R og Amma ína komu svo í mat. mmmmm PABBA matur er LANG bestur ooo hvað ég SAKNA hans ;).
Jarðaförin var síðan á miðvikudeginum og það voru örugglega hátt í 500 manns fólk varð að standa inni og úti og svo voru víst einhverjir í safnaðarheimilinu.
Þetta var alveg yndislega falleg athöfn. Lögreglukórinn var svo flottur og lögin falleg.
kistan fekk svo lögreglufylgd í kabellinu tad var svo mikil virðing.
Svo var erfiðsdrykkja og við vorum þar dágóða stund, rosalega mikið af fólki þau þekka marga enda yndislegt fólk.
Svo fengum við okkur í gogginn, vorum orðin mjög svöng. við fórum svo heim og slöppuðum aðeins af, ég og pabbi fórum svo í ísbíltur það er skilda þegar maður kemur till íslands. en mér fannst hann reyndar ekki eins góðut og vanalega þannig maður er kannski að vaxa upp úr þessu ;)
um kvöldið þrátt fyrir mikla þreytu fór ég á æfingu með gömlum ICECUBES það var rosa gaman langt síðan ég sá þessar stelpur :D við vorum bara 8 en það var mjög gaman bara ógeðslega kallt. En svo gaman að hitta stelpurnar hef saknað ICECUBES

Erna posar, ég, svava. María, Linda, sunna og Solla

Auðvita var tekið smá boomernags moment þar sem viðstaddir voru 2 boomerangarar
Ég í miðjunni

HAHAHAHAHA mega fyndið við vorum búnar að stilla okkur svo fínt upp og þa hrinur SOLLA BOLLA á hausinn HAHAHAHA og þarna er hún akkúrat að slíta hálsmenið mit hehe

Vigga ganster

sunna o Linda posa
á miðvikudags morgun vaknaði ég eldsnemma flugið fór 7 svo hékk ég a flugvellinum i 3 tíma o tok svo rutuna heim, naði í bílinn og fór beint á æfingu. get nú ekki sagt að ég hafi gert mikið ég var svo þreytt o var annars hugar.
fimtudaginn svaf ég loksins i 7 tímar um nóttina en það var meira en vika síðan, hef sofið mjæg lítið. Það var erfitt í vinnunni var svo down eitthvað talaði samt við yndislega yfirmannin minn og það var mjög gott.
Hann hrósaði mer líka alveg þvílíkt sagði að ég væri BESTI fagmaðurinn á minni deild og við erum 7 sem vinnum þar :D varð rosalega glöð.
Ég fekk svo að fara aðeins fyrr heim svo ég næði að fara heim og slappa aðeins af því svo var 3 tíma fundur um kvöldið, en það varð eingin afslöppun þegar ég kom heim var ég búin að fá ítrekun að ég hefði ekki greitt leiguna UFF eg bara HAAA eitthvað hefur gerst borga alltaf á netinu en leigan hefur alla vega ekki greiðst en ég hringdi í bankan o lennti á alveg yndislegri konu sem bara ja var alveg frábær svo hringdi ég í leiguaðilana í dag svo þetta reddast alltsaman.
Fór svo á fundin sem var ágætt hitti hana sem ég var að vinna með í fyrra sem var alltaf eins og mamma mín ohhh það var svo gott að tala við hana og ég fór að gráta en það var bara svo gott að tala við hana ég sakna hennar SVO mikið :(.
Brunaði svo beint á æfingu sem gekk ekki neitt sökum þreytu og stress svo eg fór út af eftir 20 mín og fór heim að sofa :S.
Í dag leið mér mun betur. En er svo þreytt, vinkona mín búin að bjóða mér í party en ég bara hreynlega meika ekki að fara út og skemmta mer núna er alveg örmagna :S Þykir þetta svo leiðinlegt Guðrún Vonandi fyrirgefuru mér það :S.
Ég ætla að reyna að ná upp töpuðum svefni núna um helgina og svo taka till úff ef ekki meikað það síðan ég var með afmælið sko það er ekki beint drasl þannig en þurka af o ryksuga og skura þarfnast.
En jæja þetta dugar í bili :)
Knusilibus
Kommentarer
Postat av: Hulda Ösp
Riiiisaknús til þín elsku vinkona! Hugsa til þín!
Postat av: Sunna
Sama frá mér ! Riiiiisaa stórt knús til þin !
Þú ert ekkert smá dugleg - sakna þín !
Við gerum eitthvað skemmtilegt um jólin, reynum að hafa Oldie's æfingu þá :D
kv.Sunna
Postat av: Sigga
takk elsku hulda og sunna ég hugsa líka til ykkar.
takk elsku sunna mín ég sakna þín líka svo skrítið að hugsa till þessa að fyrir ári vorum við hér saman.
Ætlaru bara ekki að koma á næsta ári og vera með í línu langsokk ;)
já við verðum að gera eitthvað skemmtilegt um jólinn ég er nú heima í alveg 2 vikur :D ja og oldies æfing get ekki beðið :D
bara 38 dagar í að ég kem heim :D
Trackback