Slatti búin að gerast

Hi hi var að koma heim af námsdegi í vinnunni sem var bara mjög góður verð ég að segja við erum sem sagt námskeiði núna um uuu samskipti með meiru. Höfum lagt mikla áherslu á það þennan vetur. 
fyrstu 2 skiptin á þessu námskeiði vour starfsmannafundir i nóvember o desember og þá verð ég að segja að ég fattaði ekki alveg tilganginn. 

í dag var .það betra góðar aðferðir sem við lærðum hvernig maður talar við aðra hvernig maður tekur upp hluti eða spurningar við hlutum sem maður skilur ekki og svona já pinku erfitt að útskýra. 

Í vinnunni gerðist mikið á þriðjudaginn, yfirmaðurinn sagði að hann vildi deila erfuðu konunni o skottinu eins o eg hef stundum kallað hana og flytja aðra þeirra á hina deildina en ekki væri búið að ákveða hverja. Su erfiða var þess vegna i veikinda leyfi sem ég skil nu alveg verð ég að segja. 
En við vorum sem sagt bara 4 á deildarfundi i stað 7 þar sem hun var veik plus 0nnur sem lá i flensu o 3 sem var alveg búin að gefast á aðstæðunum o kaus að ekki vera með. sem mer finnst samt ekki vera rétt hún útilokar sig gersamlega frá okkur það verður bara erfiðara að koma til baka, 

Ég ræddi aðeins um það við bossinn og sagði að ég skildi hvernig henni leið því mér hefur liðið nákvæmlega eins en fyndist ekki rétt að útiloka sig svona hún stígur varla fæti inn á deildina. þá sagði hann en þú ert miklu sterkari það er þess vegna þú þraukaðir og valdi aðra leið. 

Í dag ræddum við mikið hvað það er mikilvægt að vera jákvæður þessi dagur o það sem við ræddum sá ég fyrri mér að maður gat nýtt sér bæði í starfi og skautunum. 
Það er svo fyndið það koma alltaf svona frábærir, fyrilestrar, námsdagar o námskeið í vinnunni þegar maður er kannski i smá down periot og það er svo gott því þá tekur maður til sín miklu meira því maður vill jú upp. 

Er búin að eiga yndislega daga í vinnunni í þessari viku við erum bara búnar að vera fjórar í gær og fyrradag ulingarnir á deildinni ha ha , 83, 84, 86 og 80 allar á svipuðum aldri sem sagt. svo var 25 börn veik þannig við höfum verið með 13-18 börn og bara svo yndislegt og geta breytt deildinni svo mikið. 
komumst meðal annars að því að skottið eins og ég hef stundum kallað hana hefur líka fundis kella erfið því að það var víst kella sem elti hana ut um allt og var farin að skoða solarlandaferðir sem henni fannst að þær ættu að fara saman í. svo þetta var allt öðruvísi en maður héllt. 
og sko ég verð bara að segja að nú fyrst hef ég kynnst Jenny eins og hún heitir og við náum bara ótrúlega vel saman og erum búnar að hlægja í allan  dag. ekki það að mér hefur aldrei líkað illa við hana en maður héllt að þetta væri samt öfugt að hún ellti erfiðu því að hún var kannski óörugg o vissi ekki hvaða afstöðu hún ætti að taka. 

en já kannski ekki beint skemmtilegur lestur en þetta er bara svo stór hlutur í lífinu vinnan og búið að vera svo fáranlega erfitt í vetur. 
loksins sér maður ljósari veg framundan. 

Eitt komment kom líka í dag maður verður að fá að vera duglegur eða klár í vinnunni og það hefur maður ekki beint fengið í minnum vinnuhópi þegar ég heyrði þetta bara smalla allt einvhern vegnin. 
ég hef oft sagt ,, ÉG ER EKKI GÓÐ I NEINU,, en ég er reyndar góð i vinnunni og ég helt að það að manneskja rakkaði niður margar mínar hugmyndir og min áhugasvið í vnnunni gerði það að verkum að mér er búið að líða svona illa mér tókst þó að gera mitt litla fisk herbergi sem eg hef talað um hér áður og loka mig af með min áhuga en ég hef svo oft ekki þorað því það er svo oft traðkað á tánnum á mér en nú verður breyting hér. 

jæja hætta kannski að babla um vinnuna. 

skautarnir líður svipað og í síðasta bloggi við vorum í jönköping um helgina var bæði rosa gaman en líka fáranlega erfitt. 
föstudagskvöldið vorum við varamennirnir með party haha o steypuðum í coach á facebook stuð. l
laugadagurinn: gaman jákvæðni , liðið skautaði vel gaman þratt fyrir að við vorum ekki skráðar og fengum ekki að fara í búnig. kvödlið endaði hins vegar pinku neikvætt þannig....
sunnudagurinn vaknaði ég ákveðin i að ver  i vondu skapi vegna þess sem gerðist á laugardagskvöldsisn :S svo klikkuð stundum. en maður verður neflilega að leika pinku eins og maður sé í vímu eða high til að meika það að ekki keppa og fara i búning og þetta. 

svo kom það í ljós líka að við fengum ekki að fara á verðlauna afhendinguna hef alltaf fengið það við höfum alltaf haft stelpur sem skauta i bæði junior o senior og þær hafa verið svo nice að standa bara hjá öðru liðinu svo við fáum að vera með en í ár erum við 42 i báðum liðunum og bara 40 sem mega fara á isin svo þær vildu nu ekki skilja neinn utundan. En það sem pirrar mig mest er að ég spurði coach hvort við fengjum að fara inn á og hun segir við tökum það á eftir svo heyrði ég hana aðstoða coah o mömmurnar ræða það en einginn kom till okkar og sagði hvað þær ákvöðu þannig maður stóð eins og illa gerður hlutur og vissi ekkert. oooo 

svo er svo pirrandi sko manni fer fram en stundum er eins og staða manns verði samt alltaf verri og verri. 

fyrsta árið fekk að hoppa inn af og til var með á öllum verðlauna afhendingum
annað árið : var búið að fara fram en fekk að skauta inn í hálfa æfingu allt sesonið því liðinu hafði farið svo mikið fram
þriðja árið: búið að fara mega mikið fram skráð á fyrstu keppninni o fengið að skauta meira inn í sem er reyndar jákvætt en fæ ekki einu sinni að fara inn á verðlauna afhendingu keppni 2 samt var ég sú 21 i liðinu en við erum 24 i liðinu ohhhhh hata svona 

en ja ja tetta er bara svona. eg er alla vega búin að ákveða ef staða mín breytist ekki næsta seson hætti ég ég get ekki meir. í gær var ég svo reið og pirruð á æfingu að ég sagði bara nei ég verð nú bara að hætta þessu helvítis ruglu. 
en ágætt að dagurinn var svon góður og gefandi í vinnunni. 

En hér koam nokkrar myndir frá helginni teknar mer nýju myndavélinni :D 


fengum hálsmen frá coach og eg vard natturlega ad fiflast med tad ;) sorry myndin a hvolfi




flytja heim ?????

Hi ja hef velt því mikið fyrir mer síðustu vikuna, hafði það svo mega gott heima o ég fann það bara þegar ég var heima hvað ég sakna þess að búa með einhverjum og Elsku kæra mamma mín sakna hennar svo mikið hún er eins og minn besti vinur og svo systir mín guð hvað ég sakna þeirra og pabba og alls goda mats . 

svo er það líka það að það verðu kannski lið heima á næsta ári og ég er orðin svo þreytt á að vera vara vara maður ég meika það ekki mikið lengur verð bara stressuð og leið þegar keppnistímabilið byrjar því mér finnst það svo erfitt og það er það sem á að vera skemmtilegast. 
auðvita eru ferðirnar alveg skemmtilegar en sjálfa keppnin erfið. ég var skráð sem varamaður á fyrstu keppninni og það var æðislegt en síðan þá er ein stelpa búin að byra o stelpa sem er búin að vera frá vegna veikinda sem ég héllt að kæmi ekki aftur komin aftur. 

En ég held að þetta allt fari eftir því hversu mikið mér fer fram það sem eftir er sesonsins tví ef ad eg fæ ágætis varamannastöðu á næsta ári þar að segja ekki síðasti varamaður alla vega þá er það nátturulega rugl að hætta o gefast upp á öllu þegar eg er búin að leggja svona mikið á mig. 

mér líkar jú vel í gautaborg en er farin að sakan heim rosalega mikið. 

já já en alla vega tad var mjög erfitt ad koma hingad aftur en svo var tad svo sem allt í lagi tegar ég byrjadi ad vinna o skauta. 

kella bytjadi ju stax ad tuða i vinnunni en ég reyni að útiloka það það gengur ágætlega

svo nice að það var bara 3 daga vinnu vika á föstudagin byrjaði ég að sauma pallíettur á stutta prógrams búninginn en á laugardaginn eftir æfingu fóru við heim til mömmu ylvu sem saumar búningana o hún o pabbi hennar voru búin að taka til tacos fyrir okka rosa sæt o vid bordudum og saumudum pallíettur í 3 tíma. 
svo fór ég heim til DIDEM og mér var boðið í tyrkneskan mat o írensk sallat rosalega góður matur svo fórum við í guitar hero ég í fyrsta skipti hahahahah ég var sko ekki góð í því svo horfðum við á svaka góða mynd og saumuðum pallíettur. 

nú er ég búin að sauma pallíettur í eitthvað 9 klt samtals og ekki búin en það er ekki svo mikið eftir ;)

keypti myndavél um daginn JEIIIIIIII svo ég tok myndir um helgina hér koma þær
en ég á eingan pening eftir eiginlega tanngig ég ma ekki eyda neinu i 2,5 vikur ufff stud :D 

 
Velin var köld og tad litur ut eins og vid sitjum i himnariki haha 
 


palliettur ;) 



og 2 fra gamlars 
 


næstu vika verdur bara vinna og æfingar uff erfid vika sko o svo keppni næstu helgi gistum á hóteli jeiiiiii tad er alltaf gaman. 
eins gott ad ég svaf til 14.00 ídag :D 



Já áframhald á Jólafríi

oooo Svo gott ad vera í fríi 

Þetta er búið að gerast síðan síðast

26. des 
  • Vaknaði seint (NICE)
  • Jólaboð með systrum mömmu og litla sætasta frændanum :D 

27 des 
  • vaknaði frekar seint
  • Jólaboð með hálfri ættinni en það vanntaði hinn helmingin sem býr úti, o svo voru einhverjir veikir frekar leiðinlegt. 
  • Fór svo í sund með litla snúllu frænda og það var ágætis hreyfing, hann keyrði mér út í bolltaleik og buslugangi en það va rmjög gaman
  • kvöldmatur ala pabba :D mmmmm
  • svo djamm með krúttunum mínum UNU og ALDISI var gaman að hittast og spjalla búin að sakna þeirra mikið LOV YA
28 des
  • Vaknaði seint eftir djamm
  • draslmatur með UNU
  • BIO með litla frænda, mömmu og sysstu, við reyndum allt að fá litla frænda áhugasaman um að fara á madagaskar en það eina sem komst að var BOLT mynd um ofurhund sem við vorum ekkert svaka spenntar fyrir. En myndin var reyndar bara nokkuð góð og hamsturinn langbestur. Eftir myndina spyr han mig ,, sigga hvernig fannst ter,, ég bara jú það var mjög gaman þá segir hann ,, Ég sagði ykkur að hún var skemmtileg,, snillingurinn er 3 ára og var að fara á myndina í 3 skiptið ;) snillingur. 
29. des 
  • æfing með gamla skautafélaginu mínu. Var á æfingu með meistaraflokk því ég hellt þær yrðu ekkert svo margar. en annað kom upp á bátin o það var lítið pláss fyrir mig að gera sporasamsetningar en eitthvað gerði maður þó. 
  • svo var það kringlan með mömmu og sysstu skitpa jólagjöfum
  • Síðan var fundur um að stofna senior synchro lið á Islandi ooo það var svo gaman að hitta alla aftur. 
Margir sem eg hef ekki séð svo lengi. Alveg ótrúlegt hvað það voru margir sem voru með áhuga. við vorum 30 sem skráðum okkur og það hefði ég aldrei reiknað með. En líklegast alveg 10 sem munu hætta en það er líka allt í lagi. en svo veit maður reyndar aldrei. 
Já svo það má segja að ég hafi orðið pinku ringluð um hvað ég á að gera ég veit að ég myndi fá stöðu í liðinu, það myndi kannski ekki vera svaka gott en samt alveg slatti af fínum skauturum sem vill vera með. 
Vááá og ásdís var búin að skoða þetta svo vel o skipuleggja frábært ásdis. 
var meira sega búin að tekka á Þjálfara og fá ístíma og allt. 

En við verðum að sjá hvernig mér gengur í boomerang það sem er eftir sesons ef að eg verð ekki með betri stöðu næsta ár þá nenni ég þessu ekki lengur og þá getur maður alveg eins flutt heim. hef reyndar ekki efni á því eins og ástandið er en þetta verður allt að koma í ljós. 

Þær munu líka æfa nú fram að sumri og þá sér maður aðeins áhugan :D

30 des 
  • já hvað gerði maður þá hmmm
  • jú þá fór ég aftur á æfingu reyndar núna með junior liðinu og þar sem þær voru bara 10 og byrjendur þá var aðeins meira pláss þar. samt mjög stollt af þeim finnst þær mjög góðar miðað við að þær byrjuðu í haust. Vel gert stelpur. 
  • kíkti aðeins í heimsokn upp í vinnu það var gaman að sjá liðið aftur. 
  • hitti svo sollu bollu aðeins og við fengum okkur ís 
  • fór svo með múttu á smá búðarrollt o fékk mer æðisleg joy boxer náttföt elska þau
31 des 
  • vaknaði allt of seint og hafði ekki tima til að hitta yndislegu berglindi :(
  • fór í búðir með sysstu
  • litaði á mer hárið er orðin RAUÐHÆRÐ hahaha 
  • svo var bara haft sig til
  • Ásta, amma og afi komu í mat o svo var spjallað 
  • skaupið: var fint skildi ekki mikið en það sem ég skildi var gott
  • svo var 2009 komið vona að það verði yndislegt ár. Sérstaklega fyrir ástu mina og fjölskyldu þau eiga það svo skilið. 
1 jan
  • nóttin er ung og á endanum var ákveðið að fara í partý og var það ágæt en maður þurfti eitthvað óvenju mikið áfengi þetta kvöld. held ég hafi sjaldan drukkið svona mikið o maður var komin í stuð svona klukkan 05.30 og þá var djammað til svona 07.00
  • kom heim spjallaði aðeins við Huldu sætu í californiu og hún var hissa á að maður væri vaknaður svon snemma á nýársdaghahah ;)
  • já svo fór minn að sofa og svaf til 4 uff já haha
  • svo var auka jolapakki, hitti neflilega berglindi sem ég bjóst ekki við að hitta þar sem hún býr fyrir norðan en hún var í bænum í nokkra daga :D 
  • það var svo gaman að hitta hana svo langt síðan við hittumst og maður hittist svo sjaldan En það var æði og við spjölluðum langt fram á kvöld og Karólína Ösp var algert æði. :D  Vá hvað ég sakna okkra 4, og kennó :(.
2 jan 
  • ákvað að sleppa æfingu og sofa svaf til 13.00 :D ...... mmmm æfi bara meira þegar ég kem út. 
  • Er svo bara að taka því rólega í þægilegu náttfötunum. 
  • fyrsti dagurinn í fríinu sem ég hef tækifæri til að gera ekki neitt ummm nice
  • svo ætlar maður kannski i göngutúr með múttu á eftir :D 
á morgun verða svo útsöööööööölur á samt eingan pening haha en vanntar íþróttaskó þar sem ég er búin að týna mínum :D 
Knuuuuuuus
Gleðilegt nýtt ár 

RSS 2.0